Tónleikar með Lóuþrælum

Karlakórinn Lóuþrælar, úr Húnavatnssýslum, kemur til Færeyja í söng og skemmtiferð. Þeir syngja bæði hefðbundin ættjarðarlög og einnig létt alþjóðleg dægurlög sem t.d. The Beatles, Elvis Presley og Simon og Garfunkel gerðu fræg.

Tónleikar kórsins verða miðvikudagskvöld 25. júlí kl. 20 í Vesturkirkjunni og fimmtudaginn 26. júlí kl. 16.30 í Götu kirkju.

Allir eru hjartanlega velkomnir!

 

Video Gallery

View more videos