Menningarnótt

Færeyski kútterinn Westward Ho sem sigldi til Íslands í síðustu viku til að taka þátt í Hátíð hafsins og sjómannadeginum er á leiðinni til baka til Færeyja.  Þessi ferð byggir á samkomulagi milli Þórshafnar og  Faxaflóahafna um að auka samstarf milli landanna m.a. á sviði menningar- og ferðamála.  Í áhöfn eru átta Færeyingar og átta Íslendingar.

 Við komuna til Þórshafnar verður Íslandsdagskrá, en á sama tíma er menningarnótt haldin í Þórshöfn.   Íslandsdagskráin byrjar kl. 18:00 föstudaginn 8. júní nk. með því að Árni Þór Árnórsson, matreiðslumeistari, grillar fyrir framan Öström.  Þar verður boðið upp á grillað íslenskt lambakjöt og maríneraða og reykta síld.   Síðan mun hinn þekkti tónlistarmaður Kristján Kristjánsson, líka þekktur sem KK, halda tónleika í Mullers Pakkhúsi og byrja þeir kl. 21:00.  

Video Gallery

View more videos