Kvikmyndin Brim sýnd í Havnar Bíó

Kvikmyndin Brim verður sýnd í Havnar Bíó miðvikudaginn 18. maí kl. 19.30.

Eftir sýninguna verða leikstjórinn, Árni Ólafur Ásgeirsson, og handritahöfundurinn Ottó Geir Borg að hitta til að ræða um myndina.

Það er félagið Klipp, Filmsfelag Norðurlandahúsins, ásamt aðalræðisskrifstofu Íslands sem standa að sýningunni.  

ATH: 40 boðsmiðar á myndina eru að fá á Aðalræðisskrifstofu Íslands, í Fútastovu, Gongin 5 (milli kl. 9 og 16). Fyrstir koma fyrstir fá!

Kvikmyndin Brim segir frá því þegar ung kona ræður sig sem háseta á fiskveiðibát þar sem fyrir er harðger og samheldinn hópur karla. Smám saman kemur í ljós að plássið sem hún fékk losnaði vegna hörmulegra atburða og vera hennar um borð fer illa í áhöfnina. Í innbyrgðis átökum og baráttu við náttúröflin þarf þessi sundurleiti hópur að standa saman og mæta örlögum sínum í sjóferð sem tekur óvænta stefnu.

Brim er önnur kvikmynd leikstjórans Árna Ólafs Ásgeirssonar en hann hefur áður gert myndina Blóðbönd.

Með helstu hlutverk í myndinni fara:

Ólafur Egill Egilsson, Nína Dögg Filipusdóttir, Ingvar E. Sigurðusson, Gísli Örn Garðarsson, Björn Hlynur Haraldsson, Ólafur Darri Ólafsson, Víkingur Kristjánsson, Nanna Kristín Magnúsdóttir.

Myndin byggir á leikritinu Brim eftir Jón Atla Jónasson en kvikmyndahandritið var unnið af Ottó Geir Borg, Árna Ólafi Ásgeirssyni og leikhópnum.

Slowblow sér um tónlistina í myndinni en dúettinn skipa þeir Dagur Kári Pétursson og Orri Jónsson.Video Gallery

View more videos