Kvennakór Hornafjarðar í Færeyjum

Kvennakór Hornafjarðar heldur tvenna tónleika í Færeyjum. Þeir fyrri verða í Vesturkirkju 22. apríl kl. 20

og þeir síðari í Menningarhúsinu í Fuglafirði 25. apríl kl. 15.30

Ókeypis er á tónleikana, en fólki er velkomið að gefa frjálst framlag í baukinn í anddyrinu!

Á dagskrá eru lög frá ýmsum löndum auk Íslands og að sjálfsögðu einnig frá Færeyjum.

Stjórnandi kórsins er Heiðar Sigurðsson og undirleikari er Jónína Einarsdóttir. Að auki eru tveir gesta hljóðfaraleikarar.Video Gallery

View more videos