Karlakórinn Stefnir í Færeyjum

Karlakórinn Stefnir var stofnaður þann 15. janúar 1940 og var fyrsta söngskemmtun haldin 7. febrúar það ár í Brúarlandi í Mosfellssveit. Stofnfélagar voru 20, en virkir söngfélagar eru nú um 40. Karlakórinn Stefnir fékk nafnbótina bæjarlistamaður Mosfellsbæjar árið 2000.

 

Kórinn hefur gefið út tvo geisladiska og farið í tónleikaferðir, bæði innanlands og utan, m.a. til Kanada, Danmerkur og Noregs. Til Austurríkis og Ungverjalands fór hann 1997 þar sem flutt var Sálumessa eftir Frans Liszt í fæðingarborg tónskáldsins, Búdapest, og einnig í Vínarborg. Í júlí 2002 fór Stefnir til Llangollen í Wales þar sem kórinn tók þátt í árlegu kóramóti. Í lok maí 2007 fór kórinn í ferð til St. Pétursborgar í Rússlandi þar sem hann tók  þátt í norrænni tónlistarhátíð en einnig var sungið í Helsinki í Finnlandi.

 

Nú er ferðinni hald til frænda okkar í Færeyjum. Lagt verður í ferðalagið með Norrænu miðvikudaginn 5. júní og komið til baka 11. júní. Föstudaginn 7. júní ætlum við að ferðast um eyjarnar, skoða okkur um og syngja. Aðaltónleikar okkar verða síðan í Vesturkirkjunni í Þórshöfn laugardaginn 8. júní kl. 17:00.  Með okkur í för verður hjartaknúsarinn Jógvan Hansen sem allir Færeyjingar þekka og mun hann syngja með okkur nokkur lög ásamt Kristínu R Sigurðardóttur sópran.

Efnisskráin verður mjög fjölbreytt, skemmtileg blanda af Íslenskum karlakóraperlum, Ítölskum óperukórum, Bandarískum söngleikjalögum auk Færeyskra laga.

 

Stjórnandi er Julian M. Hewlett  og meðleikari Guðríður Steinunn Sigurðardóttir.

Video Gallery

View more videos