Karlakór Dalvíkur í Norðurlandahúsinu

Karlakór Dalvíkur ásamt Matta Matt og rokkhljómsveit flytja lög Bítlanna og Queen í rokkuðum útsetningum Guðmundar Óla Gunnarssonar stjórnanda kórsins

Að sögn Guðmundar Kristjánssonar eins talsmanna kórsins er um að ræða rokktónleika þar sem verða flutt lög með Bítlunum og Queen sem stjórnandi kórsins, Guðmundur Óli Gunnarsson hefur útsett. Guðmundur segir að með þessu sé verið að færa karlakórinn inní rokkið, fara nýjar leiðir, og vonandi höfða til breiðari hóps áheyrenda. Ríflega 30 félagar í Karlakór Dalvíkur taka þátt í dagskránni ásamt stórsöngvaranum Matthíasi Matthíassyni og sér til fulltyngis hafa þeir rokkhljómsveit skipaða valinkunnum snillingum, en það eru: Gunnlaugur Helgason, bassaleikari, Daníel Þorsteinsson, píanóleikari, Halli Gulli, trommuleikari og Hallgrímur J. Ingvarsson, gítarleikari.

Sjá nánar á vefsíðu Norðurlandahússins: www.nlh.fo

 

Video Gallery

View more videos