Jógvan og Friðrik Ómar í Fútastovu

17. desember komu Jógvan Hansen og Friðrik Ómar í heimsókn í Fútastovu. Þeir sungu nokkur lög af geisladisknum Vinalög við góðar undirtektir áhorfenda. Eftir sönginn árituðu þeir geisladiskinn Vinalög sem voru til sölu. Frétt um þetta kom í morgunblaðinu ásamt mynd af þeim báðum ásamt Alberti Jónssyni aðalræðismanni. Þeir voru einnig í útvarpi og sjónvarpi og hafa bæði Íslendingar og Færeyingar tekið mjög vel á móti þessari útgáfu. Þeir segja að það geti leitt til þess að samstarfið haldi áfram og hugmynd er um að gefa út annan geisladisk með íslenskum og færeyskum barnalögum.

Jógvan og Friðrik árita

Video Gallery

View more videos