Færeysk- íslenska viðskiptaráðið kynnir: Hönnunarsamkeppni um nýtt merki ráðsins

Í nóvember næstkomandi verður Færeysk-íslenska viðskiptaráðið stofnað í Þórshöfn í Færeyjum.
 
Í tilefni af stofnun ráðsins  er efnt til hönnunarsamkeppni um merki (lógó) ráðsins. Vinningstillögur þurfa að hafa borist í netfangið kristin@chamber.is  í síðasta lagi
28. október  2012.

Verðlaun eru ekki af verri endanum, eða  eitt lambakjötslæri/ skerpukjöt  og gjafabréf upp á flug fyrir einn til Íslands / Færeyja  (Báðar leiðir. Skattar og gjöld ekki innifalin)
 
Stjórn Færeysk-íslenska viðskiptaráðsins ( FIV) mund tilkynna vinningshafa í  byrjun nóvember. Verðalaunaafhendingin fer fram á stofnfundi ráðsins í nóvember.
 
Tillögur í keppnina skulu berast í myndsniði (png eða jpg) og í vector-sniði (t.d. eps), í tveimur stærðum. Annars vegar í stóru sniði, 1000 x 1000 px, og
hins vegar í smáu sniði, 150 x 150 px. Að keppni lokinni mun vinningstillagan verða eign Færeysk –íslenska viðskiptaráðsins og verða notað á heimasíðu, bréfsefni, auglýsingar og fleira, á vegum ráðsins.

Keppnin er öllum opin.

Frekari upplýsingar
Hvernig á nýtt merki félagsins vera?

  • Sú tillaga er líklegust til sigurs sem hefur til að bera frumleika í hönnun, er stílhrein, og hefur orkumikið yfirbragð
  • Merkið skal gefa til kynna að um sé að ræða tvíhliða tengsl Íslands og Færeyja
  • Það skal innihalda fánaliti landanna tveggja: bláan, rauðan og hvítan

 
 
Færeysk- íslenska viðskiptaráðið…

  • Er hagsmunafélag fyrirtækja, stofnana og einstaklinga sem stunda viðskipti milli  Færeyja og Íslands
  • Hefur sem markmið að efla viðskiptatengsl milli Færeyja og Íslands á verslunar með vörur og þjónustu, samgangna og fjárfestinga
  • Er tengslanet fyrir samskipti milli fyrirtækja, stofnana og einstaklinga og er vettvangur fyrir samskipti við opinbera aðila
  • Er tæki viðskiptalífsins til þess að fjalla á opinberum vettvangi um aðila í viðskiptum milli Færeyja  og Íslands
  • Flytur á milli þekkingu, stefnur og strauma í málum sem snerta viðskipti milli Færeyja og Íslands í nútíð og framtíð
  • Aðstoðar og auðveldar aðilum að ná tengslum og styrkja viðskiptasambönd
  • Heldur fundi, námsstefnur, ráðstefnur og aðstoðar við heimsóknir opinberra aðila og fulltrúa fyrirtækja

 
Til samanburðar má skoða merki hinna millilandaráðanna á  http://www.vi.is/althjodasvid.

Video Gallery

View more videos