Úkraína

Elín Flygenring, sendiherra, afhenti þann 26. maí 2010 Viktor Janúkóvítsj, forseta Úkraínu, trúnaðarbréf sem sendiherra Íslands í Úkraínu með aðsetur í Helsinki. Fór afhendingin fram í embættisbústað forsetans í höfuðborginni Kíev.

Sendiherra átti einnig fundi með Pavlo Klimkin, aðstoðarutanríkisráðherra Úkraínu, og embættismönnum utanríkisráðuneytisins. Á fundinum með Klimkin var meðal annars rætt um fríverslunarviðræður Úkraínu og EFTA sem eru á lokastigi og samskipti þjóðanna á ýmsum sviðum, m.a. ferðamála og menningar. Inspired by Iceland