Finnland

 

Kristín A. Árnadóttir sendiherra afhenti 19. september 2013 forseta Finnlands Sauli Niinistö trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands í Finnlandi.  Sérstakur fundur sendiherra og forseta Finnlands var haldinn eftir afhendinguna. 

Finnland og Ísland hafa haft með sér stjórnmálasamband síðan 1947. Sendiráð Íslands í Helsinki tók til starfa árið 1997 en Finnar höfðu opnað sendiráð í Reykjavík árið 1982. Finnland er eitt nánasta samstarfsríki Íslands og eiga samskipti landanna á stjórnmála-, viðskipta- og menningarsviðinu sér langa sögu.

Ferðaþjónustan er blómleg og hefur áhugi Finna á ferðum til Íslands aukist mjög mikið. Beint áætlunarflug er á milli Íslands og Finnlands drjúgan hluta ársins. Finnland er einnig mikilvæg miðstöð ferðamanna á leið til Íslands og Norður Ameríku frá Eystrasaltsríkjunum og Rússlandi.

Íslenskar bókmenntir hafa löngum notið hylli í Finnlandi og á undanförnum árum hafa að jafnaði komið út 3 til 4 ritverk eftir íslenska höfunda í finnskri þýðingu. Áhugi á annarri íslenskri menningu og hönnun er að aukast í Finnlandi.

Video Gallery

View more videos