Eistland

 

Kristín A. Árnadóttir sendiherra afhenti þann 15. janúar 2014 forseta Eistlands Toomas Hendrik Ilves trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands í Eistlandi. Sérstakur fundur sendiherra og forseta Eistlands var haldinn eftir afhendinguna. 

Á fundunum kom fram mikið þakklæti Eistlendinga vegna stuðnings Íslendinga við sjálfstæðisbaráttu eistnesku þjóðarinnar. 

Menningarsamskipti Eistlands og Íslands hafa aukist jafnt og þétt að undanförnu. Nokkrar íslenskar bækur hafa verið þýddar á eistnesku.

Áhugi Eistlands á Íslandi er mikill og einnig hefur ferðáhugi aukist til muna en Eistlendingar notfæra sér í nokkrum mæli beint flug milli Helsinki og Reykjavíkur sem Icelandair skipuleggur stóran hluta ársins.

Video Gallery

View more videos