Þjónusta við Íslendinga

Útgáfa vegabréfa og ökuskírteina

Sendiráð Íslands í Helsinki tekur ekki við umsóknum um íslensk vegabréf. Hins vegar gefur sendiráðið út neyðarvegabréf og framlengir vegabréf, sjá upplýsingar á heimasíðu þjóðskrár.  

Hægt er að sækja um nýtt vegabréf í sendiráðum Íslands í Kaupmannahöfn, Stokkhólmi, Osló, Berlín, Lundúnum og Washington. Nánari upplýsingar um umsóknarferlið er að finna á heimasíðu utanríkisráðuneytisins um útgáfu skilríkja erlendis.

Upplýsingar um umsóknarferlið í Stokkhólmi er að finna á heimasíðu sendiráðsins þar. Athugið að panta þarf tíma fyrirfram, tekið er við umsóknum milli kl. 10 og 14 á virkum dögum. 

Vegabréfsáritanir

Íslendingar þurfa í sumum tilvikum vegabréfsáritanir til að geta ferðast til annarra ríkja. Frekari upplýsingar er að finna á vef utanríkisráðuneytisins um vegabréfsáritanir fyrir íslenska ferðamenn.

Skráning barna í íslensku þjóðskrána

Mögulegt er að láta skrá börn sem fædd og búsett eru í Finnlandi en eru með íslenskan ríkisborgararétt í Þjóðskrá á Íslandi og fá þau þá úthlutað íslenskri kennitölu. Gefa þarf upp fullt nafn barns og fæðingardag. Beiðninni þarf einnig að fylgja virkatodistus/ämbetsbevis frá finnska maistraatti/magistrat eða finnsku kirkjunni. Hægt er að hafa samband beint við þjóðskrá en sendiráðið kemur gögnunum til skila sé þess óskað.

Skráning í þjóðskrá í Finnlandi

Við flutning til Finnlands þarf ekki lengur að fylla út samnorrænt flutningsvottorð á Íslandi. Það sem þarf að gera er að fara til finnska maistraatit/magistraterna á þeim stað sem viðkomandi mun búa á og tilkynna um flutning þar. Þeir sjá svo um að tilkynna Þjóðskrá á Íslandi um flutninginn. Flutningarnir gerast með öðrum orðum rafrænt sem á að stytta allan skráningartíma.

Íslendingafélag

Í Finnlandi er starfandi Félag Íslendinga í Finnlandi og skipuleggur félagið m.a. jólafagnað, þorrablót og viðburði fyrir íslensk börn. Félagið stendur fyrir íslenskuskóla í samstarfi við menntamálaráðuneytið. Félagið er einnig með síðu á fésbókinni og er hægt er að skrá sig og fylgjast með og kynnast starfsemi félagsins. 

Námsmenn

Samband íslenskra námsmanna erlendis (SINE) veitir allar nánari upplýsingar.

Halló Norðurlönd

Ýmsar hagnýtar upplýsingar sem gott er að vita og hafa í huga þegar þú flytur til Finnlands varðandi skólamál, atvinnu og fleira

Neyðaraðstoð

Samkvæmt norrænum samningum eiga Íslendingar rétt á neyðaraðstoð frá finnska ríkinu. Hafið samband við neyðarþjónustuna í síma (09) 310 44 222 eða 020 696 006. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðunni www.hel.fi/hki/sote/en/Emergency+services.

Neyðarsími utanríkisráðuneytisins eftir lokun er +354 545 9900.

Íslendingar geta fengið peninga senda að heiman með Western Union og sótt þá í Forex.

Video Gallery

View more videos