Þjónusta við Íslendinga

Útgáfa vegabréfa og ökuskírteina

Sendiráð Íslands í Helsinki tekur ekki við umsóknum um íslensk vegabréf. 

Hægt er að sækja um nýtt vegabréf í sendiráðum Íslands í Kaupmannahöfn, Stokkhólmi, Osló, Berlín, Lundúnum og Washington. Nánari upplýsingar um umsóknarferlið er að finna á heimasíðu utanríkisráðuneytisins um útgáfu skilríkja erlendis.

Upplýsingar um umsóknarferlið í Stokkhólmi er að finna á heimasíðu sendiráðsins þar. Athugið að panta þarf tíma fyrirfram, tekið er við umsóknum milli kl. 10 og 14 á virkum dögum. 

Vegabréfsáritanir

Íslendingar þurfa í sumum tilvikum vegabréfsáritanir til að geta ferðast til annarra ríkja. Frekari upplýsingar er að finna á vef utanríkisráðuneytisins um vegabréfsáritanir fyrir íslenska ferðamenn.

Skráning barna í íslensku þjóðskrána

Mögulegt er að láta skrá börn sem fædd og búsett eru í Finnlandi en eru með íslenskan ríkisborgararétt í Þjóðskrá á Íslandi og fá þau þá úthlutað íslenskri kennitölu. Gefa þarf upp fullt nafn barns og fæðingardag. Beiðninni þarf einnig að fylgja virkatodistus/ämbetsbevis frá finnska maistraatti/magistrat eða finnsku kirkjunni. Hægt er að hafa samband beint við þjóðskrá en sendiráðið kemur gögnunum til skila sé þess óskað.

Skráning í þjóðskrá í Finnlandi

Við flutning til Finnlands þarf ekki lengur að fylla út samnorrænt flutningsvottorð á Íslandi. Það sem þarf að gera er að fara til finnska maistraatit/magistraterna á þeim stað sem viðkomandi mun búa á og tilkynna um flutning þar. Þeir sjá svo um að tilkynna Þjóðskrá á Íslandi um flutninginn. Flutningarnir gerast með öðrum orðum rafrænt sem á að stytta allan skráningartíma.

Íslendingafélag

Í Finnlandi er starfandi Félag Íslendinga í Finnlandi og skipuleggur félagið m.a. jólafagnað, þorrablót og viðburði fyrir íslensk börn. Félagið stendur fyrir íslenskuskóla í samstarfi við menntamálaráðuneytið. Félagið er einnig með síðu á fésbókinni og er hægt er að skrá sig og fylgjast með og kynnast starfsemi félagsins. 

Íslenski skólinn í Finnlandi  

Í Esbo er starfræktur íslenskuskóli fyrir öll börn á skólaaldri. Kennslan fer fram annan hvern sunnudag í bókasafni í verslunarmiðstöðinni Sello kl. 12.00-14.00. Lögð er áhersla á íslenskukunnáttu, einstaklingsmiðaða kennslu og er námsefnið frá Námsgagnastofnun Íslands. Skólagjöld er 40 evrur fyrir önn og eru þar innifalin kennsla og námsefni. 

Nánari upplýsingar um skólann veitir Þórunn Ella Hauksdóttir í síma 0442800864. Hún tekur einnig á móti skráningum í skólann. 

Námsmenn

Samband íslenskra námsmanna erlendis (SINE) veitir allar nánari upplýsingar.

Halló Norðurlönd

Ýmsar hagnýtar upplýsingar sem gott er að vita og hafa í huga þegar þú flytur til Finnlands varðandi skólamál, atvinnu og fleira

Neyðaraðstoð

Samkvæmt norrænum samningum eiga Íslendingar rétt á neyðaraðstoð frá finnska ríkinu. Hafið samband við neyðarþjónustuna í síma (09) 310 44 222 eða 020 696 006. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðunni www.hel.fi/hki/sote/en/Emergency+services.

Neyðarsími utanríkisráðuneytisins eftir lokun er +354 545 9900.

Íslendingar geta fengið peninga senda að heiman með Western Union og sótt þá í Forex.Inspired by Iceland