17.08.2012

Hönnunar- og ljósmyndasýning í sendiráðsbústaðnum

Íslensk hönnunar- og ljósmyndasýning hefur verið sett upp í íslenska sendiráðsbústaðnum í Helsinki og mun standa fram að áramótum. Sýningin ber heitið “Dialogue” og er m.a. byggð á samstarfi íslenskra og finnskra hönnuða og framleiðenda. Helsinki er hönnunarhöfuðborg heimsins árið 2012 og er þessi sýning einn af fjölmörgum viðburðum sem íslenska sendiráðið og íslenskir hönnuðir taka þátt í af því tilefni. Sendiherra Íslands í Finnlandi er Elín Flygenring.Inspired by Iceland