Dvalarstyrkur þýðenda 2013

 

Bókmenntasjóður og Rithöfundasamband Íslands auglýsa til umsóknar dvalarstyrki til þýðenda íslenskra bókmennta fyrir árið 2013. Veittir eru styrkir til tveggja til fjögurra vikna dvalar í gestaíbúðinni í Gunnarshúsi í Reykjavík árið 2013.  Auk ferðakostnaðar og húsnæðis er styrkurinn að upphæð IKR. 20.000.-. á viku. Umsóknir, þar sem fram kemur hvaða verk umsækjandi hefur þýtt/ætlar að þýða úr íslensku, og hvaða tíma er óskað eftir til dvalar, skulu berast fyrir 15. október 2012 til Bókmenntasjóðs, Austurstræti 18, 101 Reykjavík. Úthlutun verður tilkynnt eigi síðar en 15. nóvember 2012.
 

Video Gallery

View more videos