Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar vegna þjóðaratkvæðagreiðslunnar 9. apríl hefst þann 16. mars nk.

Hægt er að kjósa hér í sendiráðinu alla virka daga milli kl. 10 og 17. Einnig má kjósa hjá ræðismönnum Íslands í Kotka, Mariehamn, Oulu, Turku og Vaasa eftir samkomulagi (sjá heimilisföng: http://www.utanrikisraduneyti.is/verkefni/sendi-og-raedisskrifstofur/islenskar/).

Kosningarréttur:

Kosningarrétt hafa þeir kjósendur sem hafa kosningarrétt til Alþingis.

Íslenskur ríkisborgari sem átt hefur lögheimili á Íslandi á kosningarrétt í átta ár frá því að hann flutti lögheimili sitt af landinu, talið frá 1. desember næstum fyrir kjördag.

Ef meira en átta ár eru liðin frá því að aðili átti síðast lögheimili á Íslandi getur hann sótt um kosningarrétt á þar til gerðu eyðublaði til Þjóðskrár Íslands, enda sé hann enn íslenskur ríkisborgari. Þeir sem teknir eru á kjörskrá með þessum hætti fara á kjörskrá í því sveitarfélagi þar sem þeir áttu síðast lögheimili og gildir sú skráning í fjögur ár frá 1. desember næstum eftir að umsókn var lögð fram. Nánari upplýsingar: http://www.skra.is/pages/1034.

Nánar um kosningarnar:

Auglýsing um þjóðaratkvæðagreiðslu 9. apríl 2011:

http://www.kosning.is/thjodaratkvaedagreidslur2011/frettir/nr/7845

Á vefsíðu Alþingis, althingi.is, undir dálkinum Efni um Icesave, er að finna frumvarpið sem varð að lögum nr. 13/2011, ásamt öllum skjölum er varða meðferð þess á þinginu.

Video Gallery

View more videos