Sendiherra afhendir trúnaðarbréf í Liechtenstein

KFA_og_Alois_af_Liechtenstein

Sendiherra og erfðaprinsinn ræddu m.a. almennt um samskipti Íslands og Liechtenstein, um stöðu samstarfs þjóðanna innan EFTA og um samningaviðræðurnar á vettvangi Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar um aukið frelsi í heimsviðskiptum. Þá voru einnig rædd möguleg aukin menningarsamskipti ríkjanna og Liechtenstein þakkað fyrir stuðningsyfirlýsingu sína við framboð Íslands til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna.

Ísland og Liechtenstein hafa mjög mikið og náið samstarf innan EFTA, bæði vegna samskipta við Evrópusambandið á grundvelli samningsins um Evrópska efnahagssvæðið og við mörg önnur ríki á grundvelli fríverslunarsamninga og samstarfsyfirlýsinga á sviði viðskipta.

Þá átti sendiherra einnig fundi með Klaus Tschütscher, varaforsætisráðherra sem jafnframt er ráðherra efnahags-, dóms- og íþróttamála og Ritu Kieber-Beck, utanríkis- og menningarmálaráðherra.Video Gallery

View more videos