Mexíkó mun fella niður tolla á vatni frá Íslandi

Mexíko hefur fallist á að fella niður tolla við innflutning á vatni frá Íslandi.  Í dag eru lagðir á 20% tollar við innflutning á vatni frá Íslandi  en skv. bókun sem sendiherrar Íslands og Mexíkó í Genf undirrituðu hinn 17. júní sl. skuldbindur Mexíkó sig til þess að fella þessa tolla niður. Bókunin felur í sér breytingu á samningi þjóðanna um viðskipt með landbúnaðarvörur en sá samningur var gerður í tengslun við  fríverslunarsamning EFTA-ríkjanna og Mexíkó.  Staðfesta þarf bókunin af hálfu beggja ríkja og standa vonir til þess að hún geti tekið gildi síðar á þessu ári.
 

 

Video Gallery

View more videos