26. reglubundni fundur mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna

Nú í vikunni  hófst 26. þing mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna hér í Genf. Hæst bera skýrslur sérstakrar rannsóknarnefndar um ástandið á Sýrlandi, í Norður-Kóreu og í Mið-Afríkulýðveldinu. Þá verður kastljósinu sérstaklega varpað á baráttuna gegn þvinguðum hjónaböndum og hjónaböndum barna en því miður er það viðvarandi og alvarlegt vandamál alltof víða. Við opnunina gagnrýndi Ísland meðal annars framgöngu Rússa í Úkraínu, aðgerðir Ísraelsmanna og fjöldadauðadóma í Egyptalandi. Þá gagnrýndi Ísland sérstaklega ofbeldi og valdbeitingu sýrlenskra stjórnvalda gagnvart eigin borgurum og sagði hana svartan blett á þarlendum og benti á getuleysi Öryggisráðsins til þess að koma sér saman um aðgerðir til þess að stemma stigu við ástandinu (sjá hér). Eftir helgi verður tekin fyrir skýrsla um jafnréttismál á Íslandi (sjá hér).

 

 

Video Gallery

View more videos