Stofnun fyrirtækja í Danmörku

Að ýmsu er að hyggja þegar stofna á fyrirtæki í Danmörku. VUR í Kaupmannahöfn aðstoðar fyrirtæki og einstaklinga við undirbúning að stofnun fyrirtækja.

VUR í Kaupmannahöfn hefur gefið út upplýsingabækling um stofnun fyrirtækja.

Grundvallaratriði um stofnun fyrirtækja í Danmörku

Skráning

Skrá verður fyrirtæki hjá fyrirtækjaskrá „Erhvervs- og selskabsstyrelsen” minnst átta dögum áður en fyrirtækið tekur til starfa og fær fyrirtækið þá úthlutað skráningarnúmeri, s.k. CVR-númeri. Umsóknareyðublað má nálgast á heimasíðu „Erhvervs- og selskabsstyrelsen”, www.eogs.dk .

Virðiskaukaskattur

Fyrirtæki sem selja vörur eða þjónustu virðisaukaskattkskyld og ber að skrá sig sem slík, þ.e. ef þau selja fyrir meira en 50.000 DKK á ári.

Virðisaukaskatt ber að greiða ársfjórðungslega.

Nánari upplýsingar má nálgast hjá „Told og skat”, www.toldskat.dk .

Launaskattur fyrirtækja (lønsumsagift)

Flest fyrirtæki sem ekki eru virðisaukaskattskyld þurfa að greiða launaskatt (lønsumsafgift). Þau fyrirtæki sem hér um ræðir eru t.a.m. fjármálafyrirtæki, húseigendafélög, fyrirtæki í heilbrigðisgeiranum og aðilar á mennta- og menningarsviði.

Launaskatturinn reiknast á grundvelli heildarlaunakostnaðar fyrirtækisins auk hagnaðar (hagnaður er ekki tekinn með í reikninginn þegar fjármálafyrirtæki eiga í hlut). Flest fyrirtæki sem falla undir þennan skatt greiða 3,08% af heildarlaunum og hagnaði. Fjármálafyrirtæki greiða 9,13 af heildarlaunum, og félagasamtök og sjóðir greiða 5,33%.

Frekari upplýsingar fást hjá „Told og Skat”, www.toldskat.dk .

Fyrirtækjaform

Hægt er að velja á milli mismunandi fyrirtækjaforma þegar stofna á fyrirtæki í Danmörku. Þau helstu eru eftirfarandi.

Almenningshlutafélög  -  Aktieselskab (A/S)

Einkahlutafélag - Anpartsselskab (ApS)

Útibú -  Filial

Umboðsskrifstofa  -  Repræsentativt kontor

Evrópuhlutafélög  -  Europæiske aktieselskaber  (SE)

Einstaklingsfyrirtæki - Enkeltmandsvirksomhed

Kommanditselskab (K/S)

Sameignarfélag - interessentskab (I/S)

Skattamál

Tekjuskattur á fyrirtæki

Tekjuskattur á fyrirtæki í Danmörku nemur 30%, sem er töluvert hærra en á Íslandi, þar sem hann er 18%. Skattur á fyrirtæki í Danmörku er þó undir meðaltali á evrópskan mælikvarða.

 

 

Skattar á fyrirtæki

Danmörk

30%

Ísland

18%

Svíþjóð

28%

Holland

34.5%

Belgía

33.99%

Bretland

30%

Írland

12,5%

Heimild: Deloitte and Touche Tax, sept. 2003.

Eignaskattar

Eignaskattskerfið er þrískipt:

·        Jarðaskattur (grundskyld) rennur annarsvegar til viðkomandi sveitarfélags (kommune) og hinsvegar til viðkomandi sýslu (amt). Skattaprósenta til sveitarfélaga er mismunandi, og nemur frá 6-24% af lóða- og jarðamati. Sýslurnar innheimta allar 10% skatt af lóða og jarðamati. Sem dæmi má nefna að í Kaupmannahöfn, sem er hvorutveggja, sveitarfélag og sýsla, er samanlagður jarðaskattur 34%.

·        Eignaskattur (ejendomsværdiskat) samsvarar fasteignaskatti á Íslandi og er 10% af fasteignamati.

·        Aðstöðugjald (dækningsafgift) er sérstakur skattur sem sveitarfélög geta lagt á atvinnuhúsnæði og má að hámarki nema 10% af fasteignamati.

Sérstakar skattareglur um eignarhaldsfélög

Eignarhaldsfélög sem eru staðsett í Danmörku þurfa ekki að greiða skatta af arðgreiðslum til móðurfyrirtækis í heimalandinu, að því gefnu að móðurfélagið eigi að lágmarki 25% hlut í danska félaginu í að minnsta kosti eitt ár á meðan arðgreiðslur fara fram, og að lágmarki 1/3 hluti arðsins megi rekja til fjármunatekna.

 

 

 

Skattamál einstaklinga

Einstaklingi sem búsettur er í Danmörku, ber að greiða skatta af öllum tekjum sínum í Danmörku, hvar í heiminum sem þeirra er aflað. Skattkerfið er þrepaskipt, þ.e.a.s. því hærri tekjur, því hærri er skattprósentan.

Skattaskyld laun reiknast á eftirfarandi hátt:

Tekjur einstaklings (laun oþh.)

  tekjur af fjárfestingum (vextir oþh.)

-  frádráttarbær gjöld (dagpeningar, lífeyrissparnaður, vaxtagjöld ofl.)

= Skattskyld laun 

 

 

Skattheimta er í höndum ríkisins, sveitarfélaga og sýslna. Meðalskattur sem greiddur er til sýslna og sveitarfélaga er 32,6%.

Að auki innheimtir ríkið eftirfarandi:

·        Grunnskatt sem nemur 5.5% af öllum launum.

·        Milliskatt sem nemur 6% af heildartekjum umfram DKK 254.000.

·        Hátekjuskatt sem nemur 15% af heildartekjum umfram DKK 304.800

·        Þak er á skattheimtu, þ.e.a.s. hámarksskattur sem ríki, sveitafélög og sýslur mega innheimta samtals er 59%.

·         

Útsendir starfsmenn – sérstök skattafríðindi

Danmörk er eitt af fáum löndum í Evrópu þar sem sérststök 25% skattaregla gildir fyrir útsenda starfsmenn. Samkvæmt henni þurfa útsendir starfsmenn, sem uppfylla ákveðin skilyrði aðeins að greiða 25% skatt af launum, þegar búið er að draga 8% vinnumarkaðsframlag af brúttó launum.

Almenn skilyrði:

·        Hinn útsendi starfsmaður má ekki hafa verið skattskyldur í Danmörku, að hluta eða að fullu, þrjú ár á undan. Meginreglan er sú að starfsmaður verður skattskyldur um leið og hann hefur störf.

·        Starfsmaðurinn sem um ræðir má ekki hafa verið eigandi, eða hlutahafi í fyrirtækinu s.l. 5 ár.

Í ákveðnum tilvikum þarf hinn útsendi starfsmaður að endurgreiða skattasparnaðinn að þremur árum liðnum, þ.e. ætli hann sér að starfa áfram í Danmörku að þeim tíma liðnum. Þetta á við um starfsmenn sem hafa haft skattalega heimilisfesti í Danmörku, að fullu eða að hluta, á fimm undangengnum árum, þ.e. áður en þeir hófu störf undir 25% skattareglunni.

Vinnumarkaðsmál

Almennur launakostnaður

Við fyrstu sýn virðist launakostnaður í Danmörku vera töluvert hærri en í öðrum Evrópuríkjum. Þegar samanburðurinn er brotinn til mergjar, kemur í ljós að þó að launin séu yfir meðaltali, þá eru launatengd gjöld vinnuveitenda töluvert lægri en í öðrum Evrópuríkjum.

Starfsmannamál

Kjarasamningar eru fyrst og fremst í höndum aðila vinnumarkaðarins, þ.e. hagsmunasamtaka og verkalýðssamtaka.

Uppsagnarfrestir er mismunandi eftir starfshópum og starfsaldri þess sem í hlut á:

Starfsaldur

Uppsagnarfrestur

< 6 mánuðir

1 mánuður

> 6  mánuðir

3 mánuðir

> 3 ár

4 mánuðir

> 6 ár

5 mánuðir

> 9 ár

6 mánuðir

 

Fjöldi aðila veita ráðgjöf og þjónustu á þessu sviði. Nánari upplýsingar veitir Viðskiptaþjónusta utanríkisráðuneytisins í Kaupamannahöfn.

Vinnutími

Vinnuvikan er nokkuð styttri í Danmörku en í mörgum nágrannaríkjanna. Venjuleg vinnuvika telur 37 stundir (42 á Íslandi, 40 í Svíþjóð, 38 í Hollandi). Þá eru sett ákveðin skilyrði um hámarks yfirvinnustundir, þ.e. þær mega ekki vera fleiri en 11 á viku.  Yfirvinnuálag er 50% ofan á tímalaunInspired by Iceland