Fundaraðstaða

Verklagsreglur varðandi afnot á fundarherbergi sendiráðs Íslands í Kaupmannahöfn

1.  Íslenskum fyrirtækjum og ríkisstarfsmönnum í opinberum erindagjörðum standa til boða ókeypis afnot á fundarherbergi sendiráðs Íslands í Kaupmannahöfn, áskilið er þó að um sé að ræða fundahald tengt markaðssetningu í Danmörku á íslenskum vörum og þjónustu.
2. Panta þarf fundarherbergið með eins mánaðar fyrirvara (að jafnaði).
3. Afnot fundarherbergisins eru einungis heimil virka daga. Fundir geta hafist kl. 09:30, en fundargestir verða að yfirgefa sendiráðið í síðasta lagi kl. 15:30.
4. Fundarherbergið rúmar að hámarki 14 manns í sæti og skal fjölda fundargesti taka sem mest mið af því.
5. Sendiráðið veitir afnot af skjávarpa en notendur fundarherbergis sjá sjálfir um að leggja til fartölvur og annan viðeigandi búnað. Mælt er með að hafa kynningar til öryggis einnig á minnislyklum.
6. Tilkynna verður sendiráðinu, af öryggisástæðum,  um væntanlega fjölda fundargesta, sem og nöfn þeirra. 
7. Einungis eru veitt afnot af fundarherbergi, en ekki öðrum skrifstofum í húsinu, og ætlast er til að gengið sé hljóðlega um vinnurýmið.
8. Sendiráðið getur endurgjaldslaust boðið upp á drykkjarföng, þ.e. kaffi og vatn, en annað ekki.

Video Gallery

View more videos