Helstu gjöld fyrir embættisverk

Frá 01. janúar, 2014

 


1. Fyrir staðfestingu undirskriftar stjórnvalda og einstaklinga, svo og
  aðrar staðfestingar, hvert skjal - DKK 88


2. Fyrir aðstoð við útvegun vottorða og yfirlýsinga frá opinberum
    stjórnvöldum eða öðrum á Íslandi eða erlendis - DKK 219


3. Fyrir millifærslu fjármuna til og frá útlöndum (neyðartilvik) 

  • Millifærsla allt að 50.000 kr.- DKK 219
  • Millifærsla á bilinu 50.000 kr. til 200.000 kr. - DKK 547,50
  • Millifærsla yfir 200.000 kr. - 3,75% af millifærðri fjárhæð (þó ekki hærra en 2.737,60 DKK)
     

4. Fyrir útgáfu sjóferðabóka - DKK 135

 

5. Fyrir útgáfu vegabréfa fyrir 18-66 ára:
    a. Almennt gjald - DKK 481
    b. Hraðútgáfu - DKK 950
    c. Neyðarvegabréf á venjulegum opnunartíma sendiráðs - DKK 242


6. Fyrir útgáfu vegabréfa fyrir aðra:
    a. Almennt gjald - DKK 218
    b. Hraðútgáfu - DKK 429
    c. Neyðarvegabréf á venjulegum opnunartíma sendiráðs - DKK 110

 

7. Fyrir ökuskírteini 18-66 ára - DKK 277

    Fyrir 67 ára og eldri - DKK 77

 

8. Fyrir ljósritun/endurritun - 11 DKK fyrir hverja blaðsíðu

 

Athugið að nú er hægt að greiða með debet korti og Dankorti í sendiráði Íslands í Kaupmannahöfn. 


Auk þeirra gjalda sem tilgreind eru hér að ofan skal greiða, eftir því sem við á, sendingarkostnað, og annan útlagðan kostnað skv. reikningi.

Gjöld ber að greiða fyrirfram inn á bankareikning sendiráðsins í Danske Bank (Reg.nr. 4001. Kontonr. 11173829. IBAN: DK5830000011173829.  SWIFT: DABADKKK).  Athugið að bankar utan Danmerkur geta innheimt millifærslugjald sem umsækjandi á að greiða, ekki sendiráðið.

Vinsamlegast sendið kvittun fyrir greiðslu á netfangið icemb.coph@utn.stjr.is og setjið íslenska kennitölu ykkar sem skýringu. Munið einnig eftir að hafa meðferðis útprentað eintak kvittunarinnar.

Gjaldskrá þessi er í samræmi við lög um aukatekjur ríkissjóðs frá 31. desember, 1991.

 


Inspired by Iceland