Umsókn um íslenskt vegabréf

Sendiráðið vekur athygli viðskiptvina sinna á skorti á bílastæðum við sendiráðið vegna byggingaframkvæmda á Krøyers Plads. Er öllum sem hafa færi á bent á að nýta sér opinberar samgöngur.

Íslensk vegabréf

Afgreiðsla vegabréfa

Afgreiðslutími fyrir vegabréf er eftirfarandi:

Alla virka daga frá klukkan 9-15.

Panta ber tíma með góðum fyrirvara í síma: 3318 1050.
Umsækjendur þurfa að hafa í huga að frágangur umsóknar og myndataka getur tekið nokkra stund.  

Þjónusta ræðismanna

Vakin er athygli á því að ræðismenn geta ekki lengur tekið við umsóknum um vegabréf.

Ræðismenn geta eftir sem áður haft milligöngu um útgáfu neyðarvegabréfa í sérstökum neyðartilfellum.

Ferlið

Umsækjendur verða að koma í eigin persónu til sendiráðsins þar sem lífkennamynd er tekin af viðkomandi á staðnum. 

Gjald er DKK 539 fyrir 18-66 ára en DKK 245 fyrir aðra.  
Hraðafgreiðsla vegabréfa kostar DKK 1065 fyrir 18-66 ára en DKK 481 fyrir aðra.

Athugið að ekki er tekið við reiðufé í sendiráðinu en hægt er að greiða með Dankorti/Debetkorti.

Þegar sótt er um vegabréf þarf að sýna eftirfarandi gögn:

  • Eldra vegabréf

Vegabréfin eru síðan útbúin á Íslandi og gera skal ráð fyrir a.m.k tveggja vikna afgreiðslutíma. Á tímabilinu maí til og með sept má gera ráð fyrir þriggja vikna afgreiðslutíma. 

Vegabréf fyrir börn

Við vegabréfaumsóknir barna er þess krafist að báðir foreldrar eða forráðamenn komi í sendiráðið og veiti samþykki sitt fyrir umsókninni.

Ef annað forsjárforeldra barns getur ekki mætt skal hann/hún rita vottað samþykki sitt á þar til gert eyðublað og það skannað inn í kerfið. Ef minnsta óvissa er um forræði þess sem leggur fram umsókn um vegabréf barns skulu allar þar til greindar upplýsingar staðreyndar eftir fremsta megni.

Heimildin til að víkja frá því skilyrði að báðir forsjárforeldrar standi að umsókn um vegabréf hefur nú verið þrengd mjög. Eingöngu er heimilt að gefa út vegabréf samkvæmt umsókn annars forsjárforeldris þegar hitt forsjárforeldrið er ófært um að veita samþykki sitt vegna sjúkdóms, fjarvistar eða annarra sérstakra aðstæðna að undangenginni athugun á umræddum aðstæðum og mati á því hvort hætta sé á að barn verði fært úr landi með ólögmætum hætti. Fullyrðingar um að annað foreldrið sé erlendis þar sem ekki náist í það eru alls ekki fullnægjandi grundvöllur.
Sjá nánar á heimasíðunni www.skra.is

Börn sem fædd eru erlendis þurfa að vera komin með kennitöluskráningu í íslensku þjóðskránni til þess að hægt sé að sækja um vegabréf fyrir þau. Hafi barnið ekki fengið útgefið vegabréf fyrr skal sýna fæðingarvottorð barnsins þegar sótt er um.

Nafnabreytingar

Ef umsækjendi hefur tekið upp nýtt eftirnafn eða breytt á einhvern hátt eftirnafni sínu þarf að vera búið að ganga frá tilkynningu um slíkt til þjóðskrár á Íslandi (www.skra.is). Slíkt gerist ekki sjálfkrafa þó makar taki upp nafn hvors annars við hjónavígslu í Danmörku.


 

Video Gallery

View more videos