Fjarpróf

 
- Íslenskir námsmenn við íslenskar menntastofnanir, geta sótt um það að fá að taka fjarpróf, á virkum dögum milli kl. 09:30 og 15:30 (danskur tími), við sendiráð Íslands í Kaupmannahöfn. 
 
- Próftökubeiðni skal send á netfang sendiráðsins icemb.coph@utn.stjr.is með 14 daga fyrirvara (að jafnaði). Í beiðninni þarf að tilgreina heiti menntastofnunar og faga, sem og fullt nafn, íslenska kennitölu og símanúmer umsækjanda. Spurningar varðandi framkvæmd fjarprófa skulu einnig sendar á netfang sendiráðsins. 
 
- Athugið: Nemendum mega ekki tilgreina sendiráðið sem próftökustað fyrr en sendiráðið er búið að samþykkja próftökubeiðnina. 
 
-  Greiða þarf sendiráðinu 25 DKK í umsýslugjald vegna útlagðs póstkostnaðar (sending prófúrlausna til Íslands) og eru próftakar beðnir um að greiða gjaldið í reiðufé áður en próf hefst. Ekkert gjald er tekið fyrir próf sem nemendur taka rafrænt á fartölvur sínar. 

 Inspired by Iceland