Kristján Guðmundsson fær Carnegie verðlaunin

Margrét Danadrottning afhenti Kristjáni Guðmundssyni Carnegie myndlistarverðlaunin í Charlottenborg listasafninu 17. september.

Verðlaunin eru ein hin stærstu sem um getur og tilgangur þeirra er að efla norræn myndlist. Dómnefndin valdi 23 listamenn til þess að sýn verk sín á þesasri sýningu en alls voru 148 tilnefndir. Verðlaunin eru 1 milj. sænskra króna, 600 þúsund s.kr.og 400 þús s.kr. og fær Kristján Guðmundsson fyrstu verðlaunin eins og áður  segir  - eina miljón sænskra  króna.

Sýnngin fer eftir Charlottenborg til Reykjavíkur, Stokkhólms, Oslóar, Peking, London og Helsinki og að lokum til Nice vorið 2011.

Íslendingurinn í dómnefndinni er Gunnar J. Árnason lektor við Listaháskóla Íslands.

Íslendingarnir sem eru að þessu sinni meðal hinna útvöldu eru Egill Sæbjörnsson og Kristján sem fær aðalverðlaunin.



Video Gallery

View more videos