08.04.2005

Íslendingar verslunarglaðir í Kaupmannahöfn

Íslendingar kaupa ekki aðeins fyrirtæki í Danmörku. Þeir eru skjótir að renna kortinu í gegnum kortavélarnar þegar föt og gjafavörur eru annarsvegar. Samkvæmt veltutölum Tax Free Shopping eru Íslendingar í fyrsta sæti þegar litið er til veltu tollfrjálsrar verslunar í Kaupmannahöfn. Rúmlega 19% af heildarveltu í tollfrjálsri verslun má rekja til innkaupaglaðra Íslendinga. Bandarískir ferðamenn eru í öðru sæti og kínverskir ferðamenn koma sterkir inn í þriðja sæti.
Sjá nánar í Berlingske Business.Inspired by Iceland