19.02.2008

Extra Bladet hefur beðið Kaupþing banka afsökunar vegna greinaskrifa

Kaupþing hafi gripið til ráðstafana þegar danska blaðið birti ásakanir á heimasíðu sinni um að bankinn hefði gerst sekur um alvarlegt fjármálamisferli.

Fram kemur, að Ekstra-Bladet hafi fallist á að birta afsökunarbeiðni á vefsíðu sinni, sem verður látin standa þar í mánuð. Blaðið mun einnig greiða skaðabætur og bæta Kaupþingi hæfilegan lögfræðikostnað.

Inspired by Iceland