Vegabréf

 

Umsókn um íslenskt vegabréf

Sendiráð Íslands taka við umsóknum um vegabréf, sbr. það sem segir hér að neðan. Ekki er lengur hægt að skila inn umsókn um vegabréf til ræðismanna.

Hinn 6. september 2006 hófst útgáfa nýrrar gerðar íslenskra vegabréfa og verða umsækjendur að koma í eigin persónu til sendiráðsins þar sem lífkennamynd er tekin af viðkomandi á staðnum. Þar með er óþarfi að koma með passamynd.

Opnunartími sendiráðsins í Berlín er frá kl. 9:00 -16:00 alla virka daga, en panta þarf tíma fyrirfram. Mælst er til þess að umsækjendur hafi í huga að frágangur umsóknar og myndataka getur tekið nokkra stund.

Vakin er athygli á því að ræðismenn geta ekki lengur tekið við umsóknum um vegabréf. Ræðismenn geta eftir sem áður haft milligöngu um útgáfu neyðarvegabréfa og framlengingu vegabréfa, eftir því sem við á í sérstökum neyðartilfellum.

Í brýnustu neyð getur sendiráð gefið út neyðarvegabréf. Neyðarvegabréf eru einungis gefin út ef umsækjanda gefst ekki tími til að sækja um venjulegt vegabréf með hraðafgreiðslu í sendiráðinu. Taka skal fram að neyðarvegabréf eru ekki ákjósanleg ferðaskilríki.

 

Gjaldskrá

18 - 66 ára                             EUR

Almennt gjald:                       66,00

Fyrir skyndiútgáfu:                 131,00

Fyrir neyðarvegabréf:             33,00

Ökuskírteini:                          38,00

Ökuskírteini 65 ára og eldri   11,00

Aðrir                                      EUR

Almennt gjald:                       30,00

Fyrir skyndiútgáfu:                 59,00

Fyrir neyðarvegabréf:             15,00

Ökuskírteini:                          11,00

 

Hraðafgreiðsla tekur að venju minnst 2 virka daga + póstsendingartími á milli landa. Athygli er vakin á því að ekki er hægt að taka við greiðslukorti, greiða verður fyrir með reiðufé þegar sótt er um í sendiráðinu.

Við vegabréfaumsóknir barna er þess krafist að báðir foreldrar eða forráðamenn komi í sendiráðið með barnið og undirriti fylgiskjal með umsókn um vegabréf fyrir ólögráða aðila. Skjal það má finna hér. Foreldrar eða forráðamenn þurfa að framvísa persónuskilríkjum. Börn sem fædd eru erlendis verða að vera komin með kennitöluskráningu í íslensku þjóðskránni. Framvísa þarf fæðingarvottorði barns, hafi það ekki fengið útgefið vegabréf áður.

Nafnabreytingar: Ef umsækjandi hefur tekið upp nýtt eftirnafn eða breytt á einhvern hátt eftirnafni sínu þarf að vera búið að ganga frá tilkynningu um slíkt til þjóðskrár á Íslandi (www.skra.is)

 

Vegabréfin eru útbúin á Íslandi og póstsend til umsækjanda.

Þegar við á er einnig hægt að framlengja gildistíma vegabréfs um eitt ár frá þeim degi sem að vegabréfið rann út. Þá nægir að póstsenda vegabréfið í ábyrgðarpósti til sendiráðsins. Vegabréf er einungis hægt að framlengja einu sinni.

Hafi eldra vegabréf glatast þarf greinargerð, e.t.v. lögregluskýrsla, þar að lútandi að fylgja umsókn.

Nánari upplýsingar veitir íslenska sendiráðið í Berlín.

Upplýsingar um íslensk vegabréf er einnig að finna á þjóðskrá.


Sími Þjóðskrá Íslands:  00 354 515 5300, fax: 00 354 515 5310
www.skra.is,  netfang: skra@skra.is

 

 

Video Gallery

View more videos