Vegabréf

Hægt er að sækja um íslenskt vegabréf í sendiráði Íslands í Peking. Vegna tæknilegra örðugleika viljum viðvekja athygli umsækjanda um vegabréf á því að nauðsynlegt er hafa samband við sendiráðið áður en lagt er upp í ferð til Peking til að sækja um nýtt vegabréf. Skráning umsóknar getur tekið talsverðan tíma, jafnvel nokkra daga og því mikilvægt að hafa tímanlega samband við sendiráðið og gera jafnvel ráð fyrir að umsókn geti í versta falli útheimt nokkurra daga dvöl í Peking.  Umsækjendur eru beðnir um að bóka tíma  í gegnum email icemb.beijing@utn.stjr.is eða með því að hringja í sendiráðið í síma +86 (0) 10 8531 6900

Áritanir

Sendiráð Íslands beinir því til íslenskra ríkisborgara búsetta í Kína að vera vakandi vegna reglna í landinu um framlengingu vegabréfaáritunar og dvalarleyfa.

Er hægt að framlengja vegabréfaárituninni í Hong Kong?

Ekki er tryggt að hægt sé að framlengja vegabréfaáritunum í Hong Kong eins og verið hefur. Misvísandi upplýsingar hafa borist frá kínverskum yfirvöldum þess efnis. Sendiráð Íslands mælir með því að íslenskir ríkisborgarar leiti sér upplýsinga fyrirfram.

Hægt er að hafa samband við „Entry og Exit Administration Office" til að leita frekari upplýsinga um möguleika á framlengingu áritunar og dvalarleyfis.

  • Information desk Tel: ( 86 010) 8402 0101
  • Customer Service Line Tel: ( 86 010) 8401 5300 eða 8401 5316

Upplýsingar um möguleika á endurnýjun á vegabréfaáritun til Kína frá Hong Kong er að finna á heimasíðu „the Commisioners Office“ í Hong Kong. Sendiráð Íslands mælir með að haft sé samband við viðkomandi stofnun áður en haldið er til Hong Kong.

Hvað gerist ef dvalist er lengur en vegabréfaáritunin segir til um?

Sendiráðið beinir því til íslenskra ríkisborgara að athuga gildistíma áritunar sinnar og tryggja þarf  að áritun sé í samræmi við áætlaða lengd dvalar. Ef dvalist er umfram þann tíma sem áritunin segir til um getur það varðað sektum allt að 500 RMB (u.þ.b. 10.000 ISK) á dag og jafnvel harðari refsingu.

Er hægt að ferðast frá Kína án vegabréfs og vegabréfaáritunar, ef t.d vegabréfi er týnt?

Nei slíkt er ekki hægt. Við þessar kringumstæður er nauðsynlegt að fá útgefið neyðarvegabréf frá íslenska sendiráðinu í Beijing og sækja um nýja vegabréfaáritun frá kínverskum yfirvöldum. Athugið að þetta ferli getur tekið nokkra daga. Nánari leiðbeiningar um ferlið er að finna undir tenglinum „þegar slysin gerast“ hér til hliðar.

Er hægt að ferðast frá Kína eftir að vegabréfaáritunin í vegabréfinu er útrunnin?

Í Kína er öflugt eftirlit með slíku og viðkomandi getur orðið fyrir því að vera stöðvaður við venjulegt eftirlit á flugvellinum. Að jafnaði er einungis hægt að yfirgefa Kína ef vegabréfaáritunin er í gildi.

Video Gallery

View more videos