Almennt um háskólanám
Íslendingar geta sótt um nám við kínverska háskóla án milligöngu íslenskra háskólastofnanna. Fjölmargir kínverskir háskólar bjoða uppá námsbrautir sérstaklega ætlaðar erlendum nemendum. Í þeim tilfellum er kínversku kunnátta ekki alltaf skilyrði fyrir inntöku.

Kínverskir háskólar bjóða þar að auki uppá fjölmarga áhugaverða möguleika til kínverskunáms fyrir erlenda nemendur.

Hér má finna tengla og heimilisföng nokkurra helstu háskóla í Kína.

Námsmenn sem stunda nám við háskólastofnun á Íslandi en óska eftir skiptinámi í Kína er bent á að leita til námsráðgjafa viðkomandi menntastofnunar um frekari upplýsingar. Í mörgum tilfellum eru íslenskir háskólar í samstarfi við virta háskóla í Kína þar sem gildandi eru samningar um nemendaskipti.

Hvað varðar kínverskunám er oft talið að besti aðbúnaðurinn sé í Beijing Language and Culture University eða Peking University.

Best er að athuga hver skilyrði eru fyrir inngöngu í hverjum skóla fyrir sig enda gera skólarnir mismunandi kröfur til verðandi nemenda.

Styrkir til náms
Kínversk stjórnvöld bjóða reglulega styrki til handa Íslendingum sem hyggja á háskólanám í Kína. Íslenska menntamálaráðuneytið hefur séð um að auglýsa þessa styrki og veita umsóknum viðtöku.

Styrkirnir eru ekki bundnir við kínverskunám. Hins vegar er bent á að sumir háskólar í Kína krefjast töluverðrar færni í kínversku til að veita inngöngu. Boðið er upp á staðlað stöðupróf í kínversku, "The Chinese Proficiency Test (Hanyu Shuiping Kaoshi, HSK)", til að kanna kínverskukunnáttu útlendinga.

Varðandi möguleika á skólavali geta styrkþegar væntanlega haft nokkur áhrif þar á, sérstaklega ef inntökuvottorð frá viðkomandi skóla fylgir umsókn þeirra.
 

Íslenskuskólinn á netinu

Starfsemi er að hefjast í Íslenskuskólanum á netinu. Íslenskuskólinn er skóli á netinu fyrir íslensk börn og foreldra þeirra sem eru búsett erlendis. Í skólanum er áhersla lögð á íslenskukennslu, en aðrar námsgreinar fléttast að einnig inn í námið.

Skráning í skólann er ókeypis og þar kynnast nemendur öðrum krökkum á sama aldri sem jafnvel búa á sömu slóðum. Í skólanum er líka opinn verkefnabanki þar sem nemendur frá sex ára aldri finna skemmtileg verkefni við hæfi, sem reyna á lestur, ritun og hlustun.

Núna stendur yfir skráning á vefnámskeið sem standa yfir í nokkrar vikur. Á námskeiðunum vinna nemendur margvísleg verkefni á þeim hraða sem þeim hentar undir handleiðslu kennara.

Námskeiðsgjald er 8.000 ISK og er hægt að greiða það inn á bankareikning í íslenskum netbanka eða með greiðslukorti á vef skólans. Þar er einnig boðið upp á kaupa gjafabréf sem veita aðgang að námskeiði, en það er upplögð gjöf til barna eða barnabarna sem búsett eru erlendis. Starfsfólk Íslenskuskólans veita fúslega nánari upplýsingar varðandi námskeiðin.

www.islenskuskolinn.is

islenskuskolinn@islenskuskolinn.is

Video Gallery

View more videos