Viltu eiga viðskipt í Kína?

 

Íslandsstofa og viðskiptaskrifstofa utanríkisráðuneytisins standa fyrir kynningarfundi um viðskipti í Kína, föstudaginn 4. maí á Grand hótel Reykjavík kl. 09:00-11:30
 
Markmiðið með fundinum er að veita þeim fyrirtækjum sem áhuga hafa á viðskiptum í Kína hagnýtar upplýsingar sem nýtast þeim í daglegu starfi. 
Fulltrúar allra fyrirtækja eru velkomnir, hvort sem þau eru að huga að því að komast inn á kínverska markaðinn eða hafa þegar haslað sér þar völl og vilja auka árangurinn af starfi sínu.
Fulltrúar frá atvinnulífinu og hinu opinbera flytja stutt erindi og á eftir gefst fundargestum kostur á að ræða einslega við þá um sín mál (B2B). 
 
Reynslusögur af viðskiptum í Kína koma frá fyrirtækjunum Marel og Icelandair. Fulltrúar kínverska sendiráðsins á Íslandi, Íslensk-Kínverska viðskiptaráðsins, sendiráðs Íslands í Pekíng og Íslandsstofa munu einnig kynna og vera til staðar til að svara fyrirspurnum.
 
 
Viðtöl við viðskiptafulltrúa Íslands í Pekíng 
 
Pétur Yang Li, viðskiptafulltrúi sendiráðsins í Kína, mun hitta fulltrúa fyrirtækja sem vilja leita markaðsráðgjafar á umdæmissvæðum sendiráðsins fimmtudaginn 3.maí. Fundirnir með Pétri Yang Li verða haldnir á skrifstofu Íslandsstofu, Borgartúni 35.
 
Auk Kína eru umdæmislönd sendiráðsins: Ástralía, Mongólía, Norður-Kórea, Nýja-Sjáland, Suður-Kórea, Kambódía, Laos og Víetnam.
 
Þeir sem hafa hug á að skrá sig á fundinn á Grand hótel Reykjavík 4. maí og/eða í viðtal við viðskiptafulltrúa sendiráðs Íslands í Kína hjá Íslandsstofu 3. maí eru hvattir til að gera það sem fyrst í síma 511 4000 eða með tölvupósti, islandsstofa@islandsstofa.is.

Video Gallery

View more videos