Þriðji sjónvarpsþátturinn um Ísland í CCTV

Tóbaksvörnum á Íslandi var lýst sem fyrirmynd fyrir Kínverja í sjónvarpsþættinum, Tvær borgir, sem sýndur var í 4. rás kínverska ríkissjónvarpsins, CCTV4, sunnudaginn 27. maí í tilefni af alþjóðlega tóbaksvarnardeginum 31. maí.  Þetta var þriðji kynningarþátturinn ríkissjónvarpsins, CCTV, um íslensk málefni á stuttum tíma og er hann afrakstur samstarfs þess við sendiráð Íslands í Peking í tilefni 40 ára stjórnmálatengsla ríkjanna 2011.

Ragnar Baldursson, sendifulltrúi í sendiráðinu, sat fyrir svörum í þættinum og rætt var við Erlu Magnúsdóttur lýðheilsufræðing, sem mætti í sjónvarpssal, en hún er búsett í Peking. Í þættinum, sem fór að öllu leyti fram á kínversku án túlkunar, voru tóbaksvarnir í Peking og Reykjavík bornar saman. Sýnd voru myndskeið frá borgunum og tölulega upplýsingar bornar saman. Þá var rætt við kínverska lækna, tóbaksvarnarsérfræðinga og fulltrúa almennings í áhorfendasal.

Hægt er að horfa í þáttinn í netvarpi á eftirfarandi slóð: http://news.cntv.cn/program/chengshi1dui1/20120527/112103.shtml

Video Gallery

View more videos