Sigur Rós með tónleika í Hong Kong í maí

 

Íslenska hljómsveitin Sigur Rós verður með tónleika í AsiaWorld Expo höllinni í Hong Kong þann 21. maí á þessu ári. Samkvæmt skipuleggjanda tónleikanna, Lushington Entertainments, er þetta í annað skiptið sem Sigur Rós spilar í Hong Kong en áður var hljómsveitin þar á ferðinni árið 2006. Tónleikarnir eru hluti af Asíuferð bandsins sem nær einnig til Jakarta, fjögurra borga í Japan, Seoul og að lokum Hong Kong. Tónleikarnir fara fram í sal númer 8 í áðurnefndri viðburðahöll og frekari upplýsingar um miðaverð, bókanir og flutninga til og frá staðnum má finna á veffangi hér að neðan:  
 
http://www.hkticketing.com/Ticketek/eng/event/nswcms_event.asp?id=6464
 
Frekari upplýsingar um tónleikaferðina má finna á heimsíðu hljómsveitarinnar:
 
http://www.sigur-ros.co.uk/tour/#tickets
 

Video Gallery

View more videos