Ögmundur Þór með gítartónleika í Peking

Ögmundur Þór Jóhannesson gítarleikari heldur tónleika í Penghao leikhúsinu í Peking föstudaginn 3. ágúst n.k. Á efnisskrá eru verk eftir Jón Ásgeirsson, Snorra Sigfús Birgisson, Huga Guðmundsson, Kjartan Ólafsson, Þorstein Hauksson, Óliver Kentish, Atla Heimi Sveinsson og Hafliða Hallgrímsson. Tónleikarnir hefjast klukkan 19:30. Upplýsingar um miðakaup má fá með því að hafa samband við Penghao Theater eða sendiráðið.

Video Gallery

View more videos