Kristinn Sigmundsson í Nabucco, óperu Guiseppe Verdi, í Peking

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Kristinn Sigmundsson fer með hlutverk Zaccaria í uppsetningu á hinni þekktu óperu Verdis, Nabucco, sem frumsýnd verður í Egginu, National Center for the Performing Arts, 22. maí. 
 
Kristinn fer með hlutverk í tveimur sýningum ásamt fjölda annarra þekktra erlendra óperusöngvara. Placido Domingo fer með aðalhlutverkið, hlutverk Nabucco, á frumsýningu og þriðju sýningu þar sem önnur hlutverk eru skipuð bestu óperusöngvurum Kína. 
 
Þetta er í fyrsta sinn sem Kristinn Sigmundsson tekur þátt í uppfærslu á óperu í Kína. 
 
Sjá nánar: http://theatrebeijing.com/whats_on/NCPA/2013/verdis_opera_nabucco.html
 

Myndin er tekin af heimasíðu China National Centre for the Performing Arts (NCPA): http://www.chncpa.org/ens/ycgp/jmxx/2013-03-01/469704.shtml

Video Gallery

View more videos