Kínverska sjávarútvegssýningin í Dalían

 

China Fisheries & Seafood Expo hófst í dag og stendur til 8.nóvember nk. Að þessu sinni fer sýningin fram í borginni Dalían í norð-austurhluta Kína sem er með stærri borgum í Kína hvað varðar veiðar og vinnslu sjávarafurða. Sýningin er stærsta sinnar tegundar í Asíu en búist er við um 24.000 gestum á sýninga og um 900 fyriræki kynna þar starfsemi sína, þ.á.m. 9 íslensk.

Það er Íslandsstofa sem skipuleggur sameiginlega þátttöku íslenskra fyrirtækja á sýningunni með aðstoð sendiráðsins í Peking. Kristín A. Árnadóttir sendiherra Íslands í Kína var viðstödd opnunina í morgun og hitti hún þar m.a. vara landbúnaðar og sjávarútvegsráðherra Kína, hr. Niu Dun. Myndin hér að ofan er tekin eftir fund þeirra. 

 

Video Gallery

View more videos