Jólakveðjur og opnunartímar sendiráðsins yfir hátíðarnar

 

Sendiráð Íslands í Peking verður lokað á aðfangadag, jóladag, annan í jólum, gamlársdag og nýársdag (24. des, 25. des, 26. des, 31. des og 1. jan). Aðra daga, þ.e. fimmtudaginn 27. des og föstudaginn 28. des, verður sendiráðið opið. 
 
Jóla- og nýársfagnaður Íslendingafélagsins í Peking verður haldinn föstudaginn 28. desmber og hefst klukkan 18:00. Allir eru hvattir til þess að mæta og eru vinsamlega beðnir um að láta vita með því að senda póst á netfangið: haflidi(hjá)mfa.is
 
Starfsfólk sendiráðs Íslands í Peking óskar Íslendingum búsettum í Kína, samstarfsólki og öllum öðrum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári með þökk fyrir samstarfið á liðnu ári.

Video Gallery

View more videos