Ísland í 2. sæti á sterku körfuboltamóti í Kunshan

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Íslenska karlalandsliðið í körfubolta hafnaði í 2. sæti á sterku móti sem kínverska körfuknattleikssambandið stóð að um helgina í Kunshan í Jiangsu héraði. Ísland lék þrjá leiki á mótinu frá föstudegi til sunnudags en fyrsti leikurinn var á móti Kína og var hann sýndur beint á íþróttarás kínverska ríkissjónvarpsins. Úrslitin voru sem hér segir:

ÍSLAND-Kína: 48-60

ÍSLAND-Svartfjallaland: 73-68

ÍSLAND-Makedónía: 99-83

Video Gallery

View more videos