Ísland á alþjóðlegu ferðamálasýningunni í Peking þriðja árið í röð

 

Áfangastaðurinn Ísland var kynntur á ferðamálasýningunni í Peking (Beijing International Travel Expo) dagana 21.-23. júní nýverið. Áætlað er að 900 aðilar frá 90 löndum hafi kynnt vörur og þjónustu sína á sýningunni í ár og að um 45 þúsund gestir hafi sótt sýninguna. Kína er þegar orðinn mikilvægur markaður sem upprunaland ferðamanna fyrir Ísland. Á síðasta ári sóttu um 14 þúsund Kínverjar Ísland heim og var það aukning um 60% miðað við árið á undan. Þar á undan, þ.e. milli áranna 2011 og 2012 nam fjölgunin 70%. Kínverjar eru sá hópur ferðamanna til Íslands sem vex hvað hraðast ár frá ári sem er áhugavert í ljósi þess að ekki er beint flug milli Íslands og Kína. Það voru Reykjavíkur- og Fosshótel og sendiráðið sem skipulögðu þátttöku á ferðamálasýningunni með aðstoð Íslandsstofu.

 

 

 

 

Video Gallery

View more videos