Ísland á alþjóðahátíð Tsinghua háskóla

Íslenskur kynningarbás var á alþjóðahátíð Tsinghua háskóla sem haldin var fimmtudaginn 17. maí. Þar var dreift upplýsingum um Ísland til nemenda og kennara þeirra og veggspjöld með myndum af Íslandi prýddu básinn. Gestir og gangandi gátu svarað léttum spurningum um Ísland og fengið lítið barmmerki í verðlaun. Tsinghua háskóli er virtasti tækniháskóli Kína. Alþjóðleg nemendasamtök við skólann skipulögðu hátíðina en Hafliði Sævarsson, menningar- og viðskiptafulltrúi sendiráðsins í Peking, skipulagði þátttöku Íslands á hátíðinni.

Video Gallery

View more videos