Fríverslunarsamningur Íslands og Kína undirritaður

Össur Skarphéðinssong utanríkisráðherra og Gao Hucheng viðskiptaráðherra Kína undirrituðu fríverslunarsamning í Peking þann 15. apríl síðastliðinn að viðstöddum forsætisráðherrum ríkjanna. Þetta er fyrsti fríverslunarsamningur sem Evrópuríki gerir við Kína og veitir íslenskum fyrirtækjum og útflutningsgreinum forskot á ört vaxandi Kínamarkað. 

„Þetta er sögulegur samningur sem mun skapa störf á Íslandi eins og þegar eru komin fram dæmi um í þessari ferð, og opna ótal tækifæri fyrir íslenskt atvinnulíf og útflutning” segir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra. „Fríverslun við Kína gefur íslenskum fyrirtækum sérstakt forskot inn á þann markað heimsins sem vex langhraðast. Sú staðreynd að Ísland er fyrsta Evrópuríkið sem nær slíkum samningi við Kína skapar íslensku atvinnulífi einstakt forskot.  Það sjáum við strax á þeim samningum sem íslensku fyrirtækin eru að gera hér í þessari ferð okkar til Kína.“  

Helsti ávinningur fríverslunarsamningsins við Kína er niðurfelling tolla á öllum helstu útflutningsafurðum Íslands. Þar með er miklum hindrunum rutt úr vegi útflutnings íslenskrar framleiðslu til Kína. 

- Nánari upplýsingar á eftirfarandi netslóð: http://www.utanrikisraduneyti.is/frettir/nr/7654

 

Video Gallery

View more videos