Endurútgáfa á Íslendingasögunum á kínversku

Kínverska útgáfufélagið Commercial Press hefur ákveðið að gefa aftur út veglegt safn Íslendingasagnanna í kínverskri þýðingu sem kom fyrst út árið 2000. Ritstjóri verksins þá var fr Bao Jingjing og yfirþýðandi var fr Shi Qine sem hefur unnið ötullega að þýðingum úr ýmsum norrænum málum í gegnum tíðina. Fyrsta prentun kom út í 5000 eintökum og stefnt er á að önnur prentun komi út í sama magni. Á fundi með Kristínu A. Árnadóttur sendiherra nýverið kynntu fulltrúar fyrirtækisins, þau hr Wang Weidong og Bao Jingjing drög að nýju útgáfunni. Þar kom einnig fram að verkið var upphaflega prentað í tveimur bindum og verður líklega gefið út í tveimur eða þremur næst í jafnstóru upplagi. Samkvæmt fulltrúum útgáfunnar hefur fyrsta prentun selst jafnt og þétt til almennra lesenda, áhugafólks um norræna menningu og bókasafnara í gegnum árin og er nýju prentuninni ætlað að anna svipaðri eftirspurn í framtíðinni þar sem fyrsta útgáfa er uppseld. 

Video Gallery

View more videos