Afhending trúnaðarbréfs í Tælandi

Þann 7. maí s.l. afhenti Kristín A. Árnadóttir krónprinsi Tælands, Maha Vajiralongkorn, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands gagnvart Tælandi með aðsetri í Peking.

Í viðræðum við krónprinsinn kom m.a. fram að Tælendingar eru Íslendingum þakklátir fyrir stuðninginn vegna flóðanna í Tælandi síðastliðið haust og fyrir það hversu vel íslenskt samfélag hefur tekið þeim fjölda Tælendinga sem búsettir eru á Íslandi. Krónprinsinn lýsti jafnframt hug á að heimsækja Ísland við fyrsta tækifæri.

Video Gallery

View more videos