Vegabréf

Frá og með 17. maí 2006 hefur einungis verið hægt að sækja um íslensk vegabréf í sendiráðum Íslands í Kaupmannahöfn, Stokkhólmi, Osló, Lundúnum og Washington. Ræðismenn í umdæmi sendiráðsins taka ekki lengur við vegabréfsumsóknum. Ræðismenn geta hins vegar framlengt vegabréf um eitt ár frá þeim degi sem að vegabréfið rann út. Í brýnustu neyð geta ræðismenn gefið út neyðarvegabréf. Neyðarvegabréf eru einungis gefin út ef umsækjandi getur ekki sótt um vegabréf í sendiráði sem hefur tæknibúnað til að taka við  umsóknum (upptalning að ofan) eða á Íslandi. Taka skal fram að neyðarvegabréf eru ekki ákjósanleg ferðaskilríki en gilda þó alltaf til heimferðar til Íslands.

Hafa ber í huga að kröfur við útgáfu neyðarvegabréfa eru engu minni en við útgáfu fullgildra vegabréfa.

Video Gallery

View more videos