Ökuskírteini

Hægt er að sækja um endurnýjun á íslensku ökuskírteini í sendiráðinu í Brussel.

Umsóknareyðublöð fyrir ökuskírteini eru ekki lengur forprentuð eyðublöð, heldur  pdf-skjöl á lögregluvefnum sem fólk er vinsamlega beðið um að fylla út á skjánum, prenta út, undirrita og hafa meðferðis.

Umsókninni þarf að fylgja svokallað kennispjald sem útvega þarf frá Ríkislögreglustjóra. Best er að hringja fyrirfram, gefa upp nafn og íslenska kennitölu og biðja sendiráðið að útvega kennispjaldið.

http://logreglan.is/utgafur_tenglar.asp?cat_id=12

Afgreiðslutími ökuskírteinis er um fjórar vikur.

Belgísk ökuskírteini

Íslendingar búsettir í Belgíu geta skipt íslenskum ökuskírteinum sínum yfir í belgísk.  Sótt er um belgískt ökuskírteini á skráningarskrifstofum þess sveitarfélags þar sem viðkomandi er skráður til heimilis.  Ef bifreið er flutt til landsins verður að skrá hana hjá viðkomandi eftirlitsaðila, DIV.

http://www.belgium.be/fr/mobilite/permis_de_conduire/obtenir_un_nouveau_permis/http://

http://www.belgium.be/en/mobility/vehicle_registration_service/Inspired by Iceland