Ökuskírteini

Hægt er að sækja um endurnýjun á íslensku ökuskírteini í sendiráðinu í Brussel.  Umsókninni þarf að fylgja svokallað kennispjald, sem útvega þarf frá Ríkislögreglustjóra. Nauðsynlegt er að hringja í sendiráðið fyrirfram, gefa upp nafn og íslenska kennitölu og biðja sendiráðið að útvega kennispjaldið.

Umsókn verður að undirrita í viðurvist starfsmanns í sendiráðinu.  Annað hvort fyllir umsækjandi út umsóknareyðublað í sendiráðinu eða sækir pdf-skjal á lögregluvefnum og fyllir út eyðublaðið “Umsókn um ökuskírteini”.  Prentar eyðublaðið út og hefur meðferðis í sendiráðið ásamt ljósmynd (35 x 45 mm) sem líkist umsækjanda vel.  Umsækjendur sem nota gleraugu við aksturinn verða að framvísa augnvottorði með umsókn.  Hafi umsækjandi náð 65 ára aldri verður að skila inn læknisvottorði með umsókn.  Umsækjandi með meirapróf verður að skila inn læknisvottorð frá heimilislækni með umsókn.

Afgreiðslutími ökuskírteinis er 4 - 6 vikur.

http://www.logreglan.is/adstod/eydublod/okuskirteini/

 

Belgísk ökuskírteini

Íslendingar búsettir í Belgíu geta skipt íslenskum ökuskírteinum sínum yfir í belgísk. Sótt er um belgískt ökuskírteini á skráningarskrifstofum þess sveitarfélags þar sem viðkomandi er skráður til heimilis.  Ef bifreið er flutt til landsins verður að skrá hana hjá viðkomandi eftirlitsaðila, DIV.

http://www.belgium.be/fr/mobilite/permis_de_conduire/obtenir_un_nouveau_permis/

http://www.belgium.be/en/mobility/vehicle_registration_service/

Video Gallery

View more videos