Umdæmislönd

Auk Austurríkis eru sex önnur lönd í umdæmi sendiráðsins í Vín: Bosnía og Hersegóvína, Makedónía, Slóvakía, Slóvenía, Tékkland og Ungverjaland.

 

Aðalverkefni sendiráðsins eru:

  • Að fara með íslenska hagsmuni gagnvart austurrískum stjórnvöldum og stjórnvöldum umdæmislandanna

  • Að vera fulltrúi Íslands í þeim löndum sem nefnd eru hér að ofan

  • Að annast þjónustu við Íslendinga í Austurríki og umdæmislöndum eftir því sem þörf krefur

  • Að auka útflutning vöru og þjónustu til Austurríkis og stuðla almennt að auknum viðskiptum landanna allra og Íslands

  • Að auka menningarsamskipti landanna og koma íslenskri menningu á framfæri í Austurríki og í umdæmislöndunum

  • Að skipuleggja og viðhalda ræðismannatengslum við Ísland í löndunum

  • Að miðla hvers konar upplýsingum um ÍslandInspired by Iceland