Sendiherra
Auðunn Atlason

Auðunn Atlason

Störf:

Fastafulltrúi Íslands gagnvart Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu (ÖSE), Skrifstofu Sameinuðu þjóðanna í Vín (UNOV), Alþjóðakjarnorkumálastofnununni (IAEA) og Skrifstofu undirbúningsnefndar samningsins um allsherjarbann við tilraunum með kjarnorkuvopn (CTBTO).

Sendiherra Íslands í Austurríki, Slóvakíu, Slóveníu, Tékklandi og Ungverjalandi og Bosnía-Herzegóvína og sendiherra agrée gagnvart Makedóníu.

Skipaður sendiherra í utanríkisþjónustunni, janúar 2013.

Ráðgjafi utanríkisráðherra í Evrópumálum, janúar 2011.

Deildarstjóri, skrifstofa upplýsingamála, utanríkisráðuneytið, nóvember 2009.

Settur skrifstofustjóri skrifstofu útflutningsþjónustu, utanríkisráðuneytið, febrúar 2009.

Skrifstofa öryggis- og varnarmála, utanríkisráðuneytið, 2008-2009.

Stundakennari við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, 2008-2009.

Varamaður sendiherra, sendiráði Íslands Nýju Delí, 2006-2007.

Sendiráðunautur, sendiráði Íslands í Washington D.C., 2002-2006.

Forstöðumaður Íslensku friðargæslunnar, utanríkisráðuneytið, 2001-2002.

Sendiráðsritari, utanríkisráðuneytið, 1999-2002.

Alþjóðaritari, alþjóðasviði skrifstofu Alþingis, 1997-1999.

Stundakennari við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, 1997-1998.

Fréttamaður, Íslenska útvarpsfélagið, 1997 og fréttaritari í hlutastarfi 1994-1997.

Menntun:

Diplom Politologie frá Freie Universität í Berlín, 1991–1996 (jafngildir Masters-prófi)

Þýska fyrir útlendinga, Albert–Ludwigs–Universtität, Freiburg im Breisgau, 1990–1991

Stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík, 1990.

Auðunn Atlason er fæddur í Reykjavík 4. febrúar 1971. Hann er kvæntur Sigríði Rögnu Jónsdóttur, MBA, og þau eiga fjögur börn.

Mars 2015

Video Gallery

View more videos