Um sendiráðið

Botschaft von Island in WienNaglergasse 2/3/8
1010 Wien
 

Sendiráð Íslands í Vín hóf starfsemi hinn 7. maí 2001 en hafði áður gengt hlutverki fastanefndar Íslands gagnvart Öryggis- og Samvinnustofnun Evrópu (ÖSE/OSCE) frá árinu 1999.

Í dag er sendiráð Íslands í Vín sendiráð gagnvart Austurríki og sex öðrum löndum sem flest eru í Mið-Evrópu, þ.e. Tékklandi, Slóvakíu, Ungverjalandi, Bosníu og Hersegóvínu, Makedóníu og Slóveníu.

Sendiráðið gegnir einnig mikilvægu hlutverki sem fastanefnd Íslands gagnvart ÖSE, skrifstofu Sameinuðu þjóðanna í Vín (UNOV), Alþjóðakjarnorkumálastofnuninni (IAEA) og skrifstofu undirbúningsnefndar samningsins um allsherjarbann við tilraunum með kjarnorkuvopn (CTBTO).

Sendiráðið er staðsett í 1. hverfi Vínar á Naglergasse 2/8. Næstu lestarstöðvar eru Herrengasse (U3) og Stephansplatz (U1 og U3).

Naglergasse 2/3/8
1010 Wien

Sími: 43 1 533 2771
Fax: 43 1 533 2774
Vefsetur: www.iceland.org/at
Netfang: emb.vienna@mfa.is


View Larger MapInspired by Iceland