Umsókn um íslenskt vegabréf

Frá og með 17. maí 2006 er einungis hægt að sækja um íslensk vegabréf á Íslandi. Í júlí 2006 verður hægt að sækja um vegabréf í sendiráðum Íslands í Kaupmannahöfn, Stokkhólmi, Osló, Lundúnum, Berlín og Washington. Ræðismenn í umdæmi sendiráðsins taka ekki lengur við vegabréfsumsóknum. Ræðismenn geta hins vegar framlengt vegabréf um eitt ár frá þeim degi sem að vegabréfið rann út. Í brýnustu neyð geta ræðismenn gefið út neyðarvegabréf. Neyðarvegabréf eru einungis gefin út ef umsækjandi getur ekki sótt vegabréf í sendiráði eða á Íslandi. Taka skal fram að neyðarvegabréf eru ekki ákjósanleg ferðaskilríki.

Frekari upplýsingar má finna á vef Þjóðskrár: http://skra.is/pages/1002

Skv. lögum frá 1. júní 1999 hefur aðeins Útlendingastofnun á Íslandi heimild til útgáfu vegabréfa til íslenskra ríkisborgara. Einnig féll niður heimild til að færa börn inn í vegabréf foreldra og þurfa börn þvi sérstök vegabréf. Hægt er að sækja um ný vegabréf í sendiráðum og fastanefndum Íslands, að uppfylltum eftirfarandi skilyrðum:

1)  Allir umsækjendur um vegabréf, þ.m.t. börn, verða að koma í eigin persónu á umsóknarstað og útfylla umsókn um vegabréf. 

2)  Þegar umsækjandi sækir um vegabréf þarf hann að hann hafa með sér eina góða ljósmynd af stærðinni 35 mm X 45 mm, og eldra vegabréf.

3)  Ef ekki er framvísað eldra vegabréfi þarf að sýna annars konar persónuskilríki með mynd.

4)  Með umsókn um vegabréf fyrir barn undir 18 ára aldri skal leggja fram skriflegt samþykki þeirra sem fara með forsjá barnsins, staðfest ljósrit af fæðingarvottorði barnsins þar sem nöfn beggja foreldra koma fram og íslenska kennitölu barnsins sem gefin er af Hagstofa Íslands. - Ef móðir barnsins er erlendur ríkisborgari þarf einnig að senda staðfest ljósrit hjúskaparvottorðs.

5)  Sendiráðið sér um að senda umsóknir til Útlendingastofnunar, sem síðan sendir nýja vegabréfið til baka á umsóknarstað.

6)  Ef vegabréfi hefur verið stolið eða það hefur glatast á annan hátt verður lögregluskýrsla að fylgja umsókn um nýtt vegabréf, ásamt útfylltu sérstöku eyðublaði sem hægt er að fá á umsóknarstað.

7)  Afgreiðslutími vegabréfa eru 10 virkir dagar eftir að umsókn berst til Útlendingastofnunar en síðan bætast við þeir dagar sem vegabréfið er í pósti frá Íslandi til umsóknarstaðar.
Vakin er sérstök athygli á því að reiturinn “sýnishorn undirskriftar einstaklings” verður að undirritast í viðurvist starfsmanns, sendiráðs, fastanefndar eða ræðismanns.

8)   Vegabréf fyrir 18 til og með 66 ára EUR 70,00, fyrir 0 til og með 17 og 67 ára og eldri EUR 25,00.


   
Sími Útlendingastofnunar v/vegabréfa 00 354 510 5400/fax: 00 354 510 5405 Sjá upplýs. á heimasíðu: www.utl.is /netfang: utl@utl.is.
 
Sími Hagstofu Íslands,Þjóðskrá:  00 354 560 9850/fax: 00 354 562 3312
Sjá upplýsingar á www.hagstofa.is / netfang: hagstofa@hagstofa.is


26. febrúar 2004.Inspired by Iceland