Trúnaðarbréf afhent í Ungverjalandi 10. mars sl. og í Tékklandi 25. febrúar sl.

 

 

 

 

 

Auðunn Atlason, sendiherra, afhenti 10. mars János Áder, forseta Ungverjalands, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands í Ungverjalandi með aðsetur í Vínarborg. Í samtali eftir athöfnina kom fram ríkur vilji forsetans til að efla frekar samstarfs Íslands og Ungverjalands á sviði jarðhitanýtingar. Einnig sýndi forseti Ungverjalands áhuga á aðgerðum íslenskra stjórnvalda til að létta á skuldum almennings eftir bankahrunið haustið 2008. Í heimsókn sinni til Búdapest í gær átti Auðunn einnig fundi með ungverskum embættismönnum þar sem meðal annars var rætt um efnahagsmál, Evrópumál og alþjóðleg öryggismál þ.m.t. um málefni Úkraínu.

Þriðjudaginn 25. febrúar fór fram trúnaðarbréfsafhending í Prag þar sem Auðunn afhenti Milos Zeman, forseta Tékklands, trúnaðarbréf sitt. Zeman var sömuleiðis áhugasamur um íslensk málefni og ræddu þeir meðal annars stöðu Evrópumála á Íslandi og á meginlandinu, sem og endurreisn íslensks efnahagslífs. Á fundum með embættismönnum í tékkneska utanríkisráðuneytið var einkum rætt um alþjóðamál, Evrópumál og tvíhliða samskipti ríkjanna.

Ísland, Tékkland og Ungverjaland eru samherjar á vettvangi SÞ, NATO og innan Evrópska efnahagssvæðisins. Ráðherrar og embættismenn ríkjanna eiga einnig reglulega samvinnu. Fastanefnd Íslands hjá Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu (ÖSE) í Vínarborg, og gagnvart öðrum alþjóðastofnunum í Vín, gegnir jafnframt hlutverki sendiráðs gagnvart Austurríki með Slóveníu, Tékkland, Slóvakía og Ungverjaland í umdæminu, auk Bosníu-Hersegovínu og Makedóníu.

Video Gallery

View more videos